Síðasti dagurinn á Íslandi….

16 08 2009

hæhæ…

ákvað að prófa nýja bloggið okkar í fyrsta skipti. Við sitjum hér úrvinda heima hjá pabba og mömmu, búin að kveðja alla sem tók vissulega á og erum að reyna að klára að pakka. Hvernig stendur á því að þrátt fyrir að ég (Oddný) sem hef búið út um allar trissur hef ekki ennþá lært að pakka létt??? Kannski erfitt þegar maður er að pakka fyrir land þar sem maður hefur aldrei komið áður og ætlar að dveljast þar í ár. Annars erum við bæði spennt og kvíðin því að fara, strax farin að sakna dætranna, fjölskyldnanna og vinanna. Endilega verið dugleg að kíkja hérna inn hjá okkur og kommenta þannig við náum að halda sambandi.

Ástar og saknaðarkveðjur frá okkur…