Suicide shower

20 08 2009

showerOk flestir eru sammála um það að vatn og rafmagn fer illa saman. Hér er ekkert mikið verið að spá í því! Sturturnar eru rafmagnstengdar en það er ekkert svona fansí pansí rafvirkjavinna sko heldur er vírunum bara splæst saman með rafmagni með einangrunar teipi, svona eins og maður notaði í túttubyssurnar í gamla daga. Svo er bara takki framan á þar sem maður stjórnar svo hitastiginu. Þessu hefur verið gefið viðeigandi nafn hér sem er ‘Suicide shower’ sem okkur finnst ansi viðeigandi.

Boston –> Costa Rica

19 08 2009

Ok Boston var fín. Allir sjúklega elskulegir. Fórum í H&M og sáum seleb, blindi gaurinn úr American Idol og jú hann var að skoða föt, blindur í H&M, það var reyndar eikker stelpa með honum. en hann fór nú frekar mikið í taugarnar í ædolinuá mér væminn og að mér fannst hann frekar hæfileikalaus… það verður nú að segjast. En þessi: Alexis Cohen var alveg með þetta en hún dó um daginn var farinn að hlakka til að sjá hana aftur í vetur rífandi kjaft R.I.P. http://www.youtube.com/watch?v=LimOXvLszwU.Any who þá fengum við skástu máltíðina í Boston á flugvellinum útúrsteraða kjúklingavængi sem voru eins og læri og smáborgara og franskar og það var barasta bragð af matnum en vatn með því kókið er ónýtt. Kaffið var líka drasl nema Mocha-Frappuchino á Starbucks…með rjóma ég, Röggi, var hýrasti íslendingurinn á svæðinu með Mocha-Frappuchino á röltinu. Flugið yfir gekk ágætlega smá ókyrrð og sonna. Stoppuðum í New Jersey til að skipta um flug en sáum þá bara í staðinn New York útum flugvélagluggann (öfund, öfund Inga Helga:) erum mætt í íbúðina sem við komum til með að vera í núna næstu mánuði. Avacado tré við hurðina! Sturtan er efni í heilt blogg segi betur frá því á morgunn!

Boston….

18 08 2009

Ferðalagið nærri hálfnað. Komum til Boston í gær og þegar við stigum útúr vélinni mætti okkur þessi líka skemmtilega molla. 35 stiga hiti og rakinn mikill, kannski ágætis undirbúningur fyrir Costa Rica en þar er sem betur fer tropical veður allan ársins hring, ca 20-28 stiga hiti en rakinn þeim mun meiri:D næsti áfangastaður var hótelið þar sem töskurnar voru skildar eftir á herberginu og við klæddum okkur úr íslenska kuldafatnaðiunum sem við vorum í og föt sem hentuðu betur þessu loftslagi. Boston er ótrúlega Evrópsk borg og að mér skilst þá er mikil saga hér (eins langt og það nær í Bandaríkjunum) en við nenntum voða lítið að skoða það. Við röltum bara stefnulaust um alla borg, tókum Subwayið eins og enginn væri morgundagurinn og keuptum nauðsynlega hluti eins og kaffi á Starbucks, ostborgara á mcdonalds og borðuðum pasta í ítalska hverfinu. Við komumst að því að maturinn í Bandaríkjunum er frekar bragðlaus og óáhugaverður og kókið er vont. En við áttum ótrúlega fínan dag og komum því aftur á hótelið ótrúlega þreytt um kvöldið þar sem king size rúm beið okkar í herbergi með loftkælingu og glugga sem ekki var opnanlegur. Vá hvað það var gaman að fá Froot Loops í morgunmat!!! Er búin að bíða eftir þessu í mörg ár og það var jafn gott og mig minnti:D en við erum farin í næsta flug…

knús frá okkur:D

Síðasti dagurinn á Íslandi….

16 08 2009

hæhæ…

ákvað að prófa nýja bloggið okkar í fyrsta skipti. Við sitjum hér úrvinda heima hjá pabba og mömmu, búin að kveðja alla sem tók vissulega á og erum að reyna að klára að pakka. Hvernig stendur á því að þrátt fyrir að ég (Oddný) sem hef búið út um allar trissur hef ekki ennþá lært að pakka létt??? Kannski erfitt þegar maður er að pakka fyrir land þar sem maður hefur aldrei komið áður og ætlar að dveljast þar í ár. Annars erum við bæði spennt og kvíðin því að fara, strax farin að sakna dætranna, fjölskyldnanna og vinanna. Endilega verið dugleg að kíkja hérna inn hjá okkur og kommenta þannig við náum að halda sambandi.

Ástar og saknaðarkveðjur frá okkur…