Arenal og Playa del Coco

9 11 2009

Daginn eftir tónleikana fórum við með Simone, George og Josée í roadtrip til Arenal sem er uppistöðulón við virkt eldfjall. Eldfjallið er búið að gjósa síðan 1968 og er alltaf smá hraun sem gýs upp um toppinn á fjallinu. Náttúrufegurðin á staðnum var rosaleg og við gistum á frábæru hóteli. Það var reyndar var “íslenskur” malarvegur sem lá að því síðasta hálftímann eða svo en það var alveg þess virði, auk þess sem að þetta var bílaleigubíll sem við vorum á:) Ferðin tók ca. tvo tíma, en á þessum stutta tíma sem tók að keyra þetta sáum við tvö alvarleg slys og einn húsbruna á leiðinni. Kosta Ríka búar kunna ekki að keyra. Hér ríkir frumskógarlögmálið í umferðinni, ekki þeir hæfustu lifa af samt, heldur þeir stóru éta þá litlu frekar. Gangandi vegfarendum er meira ráðlagt að líta á sig sem skotmörk frekar en vegfarendur og gangstéttir er eitthvað sem fólk hér hefur hreinlega ekki heyrt eða séð. Fólk getur keypt sér bílpróf hérna og okkur er sagt að þetta sé önnur kynslóð bifreiðaeigenda sem líklega lærði að keyra í kjöltunni á Jóse frænda á traktornum á bananaakrinum. Hótelið var eins og áður sagði frábært með sundlaugarbar og heitum potti og herbergin voru með risagluggum sem snéru að eldfjallinu og útsýni yfir vatnið hinum megin. Við vorum nánast með staðinn útaf fyrir okkur þar sem við vorum ekki alveg á annatíma þarna. Það rigndi nánast allann tímann sem við vorum þarna en það var alveg gaman að sjá eldingarnar lýsa upp eldfjallið og vatnið meðan við borðuðum kvöldmatinn í matsalnum sem var með 180° útsýni yfir allt svæðið. Rafmagnið fór líka á meðan við borðuðum sem var líka til að bæta stemninguna. Okkur leið svolítið eins og persónum í b-hryllingsmynd “fimm háskólakrakkar fara í roadtrip að eldfjalli og gista á afskekktu sveitahóteli þegar rafmagnið fer…” eða fyrir þá sem hafa séð Dantes Peak þá erum við, við ræturnar á virku eldfjalli muniði(hinir geta flett henni upp á imdb.com).
Þegar við vorum búin að borða morgunmat fórum við í Baldí hot springs sem eru heitar laugar hitaðar af hverunum á svæðinu. Það voru einhverjar 30 laugar þar og sú heitasta var 67° sem hlýtur bara að vera of heitt fyrir bókstaflega alla og ætluð til að sjóða nestið eða eitthvað slíkt. Þarna var einhver sú allra brjálaðasta vatnsrennibraut sem við höfum farið í, byrjuðum sitjandi efst en síðan komum við eiginlega ekkert við brautina sjálfa sem spýtti okkur svo út nokkrum metrum neðar og við fleyttum kellingar á vatninu þangað til við loksins fórum á kaf með fullt nefið og augun af vatni. Það meikaði sens svona eftir á að það var bæði vörður uppi og niðri við rennibrautina sem kannski hefði átt að segja okkur eitthvað, en þetta var gaman!
Síðan keyrðum við í 3 tíma nánast hringinn í kringum vatnið og sem leið lá í gegnum Guanacaste sem er það sem kalla mætti landbúnaðarsvæðið hérna alla leið að kyrrahafströndinni að stað sem heitir Playa del Coco. Þar fundum við glænýtt og rosaflott ítalskt gistiheimili sem var með sundlaug og loftkælingu og ekki dýrt. Daginn eftir förum við á ströndina og ég, George og Oddný förum í sjóinn, sem er frekar gruggugur alveg í flæðarmálinu, við erum ekki búin að vera lengi út í þegar Oddný snýr við og ætlar í land og hreinlega öskrar af sársauka og það er eins og hún hafi skorið sig á einhverju eða eitthvað bitið hana. Við George erum rétt á eftir henni og vitum eiginlega ekki hvaðan stendur á okkur veðrið og styðjum hana í land. Fljótlega kemur í ljós að ekki er allt með felldu því sársaukinn ágerist bara. Það drífur að fullt af fólki sem segir okkur að þetta hafi líklega verið “mantaraya” eða skata og halinn hafi líklega skorið hana. Þetta var frekar djúpur skurður og það blæddi helling. Það var hringt á sjúkrabíl sem var nú frekar lengi á leiðinni svo loksins þegar hann kom var hann ekki með neitt nema velviljaðan rauðakross-starfsmann innanborðs sem var nú frekar rólegur yfir þessu öllu saman. Stakk upp á volgu vatni fyrir fótinn, sem hann var að sjálfsögðu ekki með með sér í bílnum því það eina sem var í bílnum voru 1 stk. sjúkrabörur og ekkert annað, en allan tímann orgaði Oddný greyjið af sársauka blótandi á spænsku og talandi við allt fólkið sem hafði safnast saman þarna í kring. Loksins komumst við þó af stað með sjúkrabílnum en tókum þó upp í 11 ára strák, bróðir hans og vin þeirra. Strákurinn hafði líka verið stunginn á sömu strönd og nú fórum við öll á sjúkrahúsið í næsta bæ sem var alveg 20 mínútur í burtu, þau bæði að drepast úr sársauka þar sem skatan spýtir eitri sem er virkar víst alveg skemmtilega vel á taugakerfið í okkur mönnunum. Þegar við komum á sjúrahúsið voru þau bæði sprautuð og virkaði það vel á litla strákinn strax en Oddný var kvalin áfram þangað til þeir föttuðu að hann fékk fjórar sprautur en hún eina! Stuttu eftir að hún fékk aðra sprautu lagaðist hún. En kona sem við hittum á spítalanum líkti kvölunum af völdum stungu skötunnar við að eignast barn, enn vitum við ekki alveg hvað konunni gekk til með þessari samlíkingu kannski er þetta notað sem getnaðarvörn hér á Kosta Ríka þar sem fóstureyðingar eru bannaðar og smokkar eru aðeins nýlega komnir á markaðinn hér þar sem þetta er kaþólskt samfélag. Þegar við komum aftur á hostelið ca. 3 tímum seinna fréttum við að þetta sé árstíminn sem sköturnar séu við ströndina sem var alveg svona sirka 3 og hálfum tíma of seint fyrir okkur! Einnig var minnst á Steve Irvin sem var víst ekki eins heppinn með viðskipti sín og skötunnar. Restinni af ferðinni eyddum við bara á sundlaugar bakkanum og eins fjarri ströndinni og við gátum.





Depeche Mode tónleikarnir

9 11 2009

Það er orðið frekar langt síðan við blogguðum þannig að nú verður bætt úr því heldur betur! Depeche Mode tónleikarnir 8. október voru alveg meiriháttar, frábærlega, geðveikislega skemmtilegir væri sko alveg til í að bæta við nokkrum lýsingarorðum í viðbót. Skipulagið var þó ekki gáfulegt hjá innfæddum t.d. var bara ein leið til og frá leikvanginum sem tónleikarnir voru haldnir á. Þannig að 25.000 manns þurftu að komast til og frá staðnum en bara hægt að nota eina akrein í hvora átt. Við vorum klukkutíma á leiðinni með leigubíl sem tæki yfirleitt svona 15 mínútur. Það voru fimm raðir til að komast inn í gegnum öryggisgæsluna, tvær voru fyrir konur, þrjár fyrir karlmenn. Það var enginn í kvenna röðinni en karlraðirnar voru allar ca 200 metra langar. Ekki mátti fara inn með: sígarettur, regnhlífar og myndavélar og svo að sjálfsögðu þetta venjulega eiturlyf, skotvopn og sprengjuvörpur. Við þurftum að henda regnhlífunum okkar en vörðurinn fann sem betur fer ekki báðar myndavélarnar okkar (myndir og vidjó teknar og birtar hér fljótlega, mwuhahaha:). Bjór og drykki var hægt að kaupa á svæðinu, en fyrst keypti maður miða í einu tjaldi og fékk síðan drykkinn afhentann í öðru. Við vorum orðin frekar pirruð áður en tónleikarnir byrjuðu en svo kom Depeche Mode og lagaði bókstaflega allt saman. Þeir tóku m.a. Enjoy the Silence, Personal Jesus, Wrong og nánast öll lögin af nýja disknum og svo fór hljóðið í Feel you, en okkur var tjáð það að það væri alvanalegt á tónleikum í Kosta Ríka að rafmagnið færi allavega einu sinni á hverjum tónleikum enda voru innfæddir svona líka pollrólegir. Síðan tók u.þ.b einn og hálfan tíma að komast heim en þetta var allt alveg fyllilega þess virði!





mmmm Karabíska hafið:)

18 09 2009

vorum að fatta að það er orðið frekar langt síðan við skrifuðum hér inn…einhvern veginn þá gleymir maður að það eru kannski einhverjir sem vilja fá fréttir…allavegna..við erum rosa ánægð hérna, búin að vera í mánuð og það er búið að líða asskoti hratt…bara 10 mánuðir eftir:) vissulega söknum við fólksins okkar en við værum held ég bara frekar til í að flytja ykkur hingað út!!!
Það er búið að vera brjálað að gera hjá okkur báðum, Röggi kláraði stærðfræðina með glæsibrag og er byrjaðu í sögunni, ég kláraði fyrsa áfangann minn hérna í skólanum einnig með glæsibrag og til að fagna þá fórum við með nokkrum vinum til Puerto Viejo…og váááá hvað það var gaman!! komum þangað á sunnudagsmorgni eftir klukkutíma svefn:S það sosum hafði ekki mikil áhrif á okkur, fundum okkur bara gistiheimili, hentum dótinu inn og hentumst á ströndina!! hvítur sandur og túrkisblár sjór..öfund einhver??? um kvöldið hittum við svo hina 30 úr skólanum og djömmuðum..næstu tveir dagar fóru ca í það sama, strönd, góður matur og djamm með góðum vinum:) svaðalegt alveg..við Karabísku ströndina er mikið af Rastaförum og Reggie spilað hvar sem maður fór…og maturinn sem við fengum á Jamaica veitingasað þarna..ég get varla lýst því hvað hann var góður, verðið bara að koma og smakka sjálf;) það eina slæma við ströndina voru öll moskítóbitin sem ég fékk, samtals 6 og fleiri að koma í ljós á hverjum degi:)
núna næstu vikur verður brjálað að gera hjá okkur báðum í skólanum, Röggi að gera söguritgerð um réttindabaráttu svertinga í Bandaríkjunum og ég í áfanga um opinbera alþjóðalögfræði sem ég þarf að læra allt um á 3 vikum og taka svo 85% utanbókar próf…veiiiiiiii:) svo er planað að kíkja yfir á kyrrahafsströndina þegar það er búið og svo Nicaragua mánaðrmóin okt-nóv..en meira um það seinna…
koss og knús til ykkar heima
ps. það koma bráðum inn myndir frá Karabísku





jú jú við erum alveg ennþá á lífi sko..

7 09 2009

vá hvað tíminn er fljótur að líða..fannst eins og ég hafi bloggað hérna í gær en það er víst aðeins lengra síðan…höfum svosum ekkert merkilegt að segja, erum bara að komast í rútínu hérna (eins langt og það nær) og brjálað að gera hjá okkur báðum í skólanum (hvað sem Krístin segir sem heldur að við séum bara á ströndinni með MArgarítu í hendi). Röggi er búinn að fara í próf og ég skilaði einni ritgerð í síðustu viku. Erum núna bæði að skrifa ritgerð og ég að auki að gera hópverkefni. Röggi skilar á morgun og ég vona að ég nái að skila öllu mínu á föstudag/laugardag þannig að við getum farið á ströndina og legið þar með margarítu/kók í hendi og bók í hinni…ahhh hið ljúfa líf…þannig ef ég þarf að fórna nokkrum klukkutímum sem ég myndi annars eyða í að sofa þá geri ég það með glöðu geði:D erum loksins búin að kaupa það sem við þurfum inn í litlu íbúðina okkar (var sagt að það fylgdi allt með en það er önnur saga) þannig að ristavélin, hnífar, dvd spilari og jógamottur allt komið á sinn stað:D ég ætla ekki einu sinni að lýsa því fyrir ykkur hvað það var gott að fá ristað brauð!!! brauðið hérna er bægast sagt vont en þegar það er búið að rista það myndi ég segja að það væri bara hið besta brauð:D fórum líka og keyptum okkur nauðsynleg föt, ég bikiní og Röggi aðeins fleiri boli þar sem hann þarf að skipta um einu sinni á dag:P mikið væri gott að fá kaldan vind í andlitið öðru hvoru. Hitinn er frekar mikill hérna, ca 30 stig, og 80%=sviti á háu stigi…svo skilst mér að það sé rigningartímabil hérna núna en það hefur ekki farið mikið fyrir því þó það hafi komið einstaka þrumuveður. Ég er ekki frá því að maður sé með pínku heimþrá annað slagið og er því ótrúlega ánægð og glöð að Röggi hafi komið hérna með mér og er mín stoð og stytta…og ég stundum fyrir hann;) annars erum við bara rosa ánægð hérna…munum vera duglegri að setja inn myndir þegar við erum búin að taka þær (eigum það til að gleyma myndavélunum)
bæ í bili





we now habla spangles:)

30 08 2009

craaazzzy vika loksins að verða búin…eða nei leiðrétting, craaazzzy vika búin og önnur að byrja. Ef þið haldið að við liggjum í sólbaði með margarítu í hendi (kókglas handa Rögga) og höfum það náðust þá hafið þið sko rangt fyrir ykkur:) fyrsti kúrsinn í skólanum hjá mér (Oddný) er búin að standa í viku og nú þegar hef ég þurft að lesa alltof mikið af óskiljanlegu efni á ensku sem ekki einu sinni Ameríkanarnir skilja!! með þessu áframhaldi þá verð ég orðin master í ensku áður en langt er um liðið;) hjá Rögga er líka brjálað að gera, hann klárar fyrsta áfangann í skólanum í næstu viku þannig hann gerir ekkert nema læra algebru og jöfnur alla daga, því miður þá get ég lítið orðið honum til liðs í þessu fagi, það vita þeir sem mig þekkja að ég kann ekki boffs í stærðfræði, get varla stafað það hvað þá meira:) við erum búin að vera ótrúlega dugleg í þessari viku að hreyfa okkur, fyrir utan allt það labb sem á sér stað á hverjum degi þá erum við búin að skrá okkur í ræktina, fara í pilates og svo eru ókeypis tímar í power yoga 2svar í viku í skólanum…verðum helköttuð og extra tönuð þegar við komum heim…þurfum þá samt kannski að hætta að borða pizzu og drekka kók light í morgunmat… annars erum við að venjast hinu dagsdaglega lífi hérna í Ticolandi. Við erum hægt og rólega að jafna okkur á tímamismuninum og gátum í dag loksins sofið út!!!svkííííííí:D í gær fórum við svo í fyrsta skipti inn í höfuðborgina, San Jóse, til að fara á asíumarkað. Hér í búðunum er takmarkað magn af erlendri vöru og þar sem við erum komin með nett ógeð af Hot sauce þá fannst okkur tilvalið að fara á markaðinn með öllum asíubúunum í skólanum mínum (svona ca 50 manns) og kaupa inn. Keyptum fullt af drasli sem getur hjálpað okkur með matargerðina heima fyrir og gert hana meira spennandi…hér virðist vera hefð fyrir því að borða hrísgrjón og baunir með öllum mat og þekja allavegna helminginn af disknum. Kíktum svo í partý í gær og á diksótek sem var fínt nema ég hef takmarkað þol fyrir latínó tónlist og hvað þá þegar það er búið að blanda teknó inn í…framundan í næstu viku er svo skil á fyrstu ritgerð þar sem ég mun fjalla um dómsmál afa míns heitins og Röggi fer í próf og það skemmtilegasta er að Röggi er að byrja í spænskunámi í næstu viku!!veiiiii
en meira um það seinna…er farin að horfa á vídeó með Rögga mínum…
þangað til næst:D





Fyrsta helgin í Ciudad Colon..

23 08 2009

vá hvað tíminn líður…erum búin að vera úti í viku á morgun og nóg að gera hjá okkur. Á föstudaginn var síðasti dagurinn í kynningarvikunni og í framhaldi af því var haldið partý upp í skóla til að bjóða alla velkomna. Það var Dj á staðnum sem spilaði aðallega latínó tónlist og ég og Röggi dönsuðum eins og við ættum lífið að leysa, ekkert smá skemmtilegt:) þar sem við erum ennþá að venjast tímamismuninum þá fórum við heim klukkan tíu um kvöldið (fjögur að nóttu á íslenskum tíma) og meikuðum ekki að fara í eftirpartý. Í gær vöknuðum við svo klukkan 8 um morgunin til að fara í lautarferð með krökkunum og fólkinu sem leigir okkur húsnæði. Konan sem við leigjum af bakhús eldaði mat fyrir okkur og tók með..vá og þvílika veislan..allskonar kjöt, tveir mismunandi pottréttir, besta chimichurri sem ég hef fengið á ævinni, tortillas, salat og örugglega eitthvað meira sem ég man ekki hvað var…ferðin var farin í garð sem skólinn minn á og þvílík fegurð..þar er skógur sem heitir The Virgin forest og dregur nafn sitt af því að þar hefur aldrei verið fellt tré heldur vaxa þau alveg frjáls. Sáum 6 tegundir af fiðrildum og nokkra ótrúlega sæta apa:) eftir frábæran morgunn í skóginum kíktum við í mollið til að kaupa föt á Rögga sem átti ekkert til að fara í greyið:) í gærkvöldi ætluðum við bara að fara á röltið en rákumst á nokkra úr skólanum og enduðum í partýi með krökkum frá Bandaríkjunum. Náðum að halda okkur vakandi fram yfir miðnætti sem telst frekar gott miðað við undanfarna daga og ekki bara það heldur náðum við líka að sofa til 9:00 sem er metið í að sofa út síðan við hófum þetta ferðalag…í dag var svo hestasýning í bænum sem var ótrúlega flott. Allir í Ciudad Colon samankomnir í bænum að horfa og ég hef aldrei á ævinni séð svona stóra hesta og þeir sem sátu þá riðu með bjór, síma og sígó í hendi og hestarnir tróðu afturendanum á sér sífellt í andlitið á manni. Vægast sagt scary:) ætlum að fara í bíó núna með nokkrum krökkum og svo heim að læra þar sem Röggi er að fara í próf á morgun og það er fyrsti skóladagurinn minn:D:D biðjum að heilsa í bili héðan frá sveitta landi:)





Sigtryggur

20 08 2009

Við erum með meindýraeyðir hérna af minni gerðinni, gekkó-eðlu sem étur víst öll skordýrin úr íbúðinni. Við höfum ákveðið að skíra hana góðu íslensku nafni: Sigtrygg. Náðum mynd af henni:gekko
Einhverja pælingar hafa verið samt með kynið hvort þetta gæti verið kven-gekkó, ef þið getið greint það af myndinni þá endilega látið vita, en finnst ólíklegt að við komum til með að breyta nafninu, sendum hana kannski í aðgerð bara frekar.





Suicide shower

20 08 2009

showerOk flestir eru sammála um það að vatn og rafmagn fer illa saman. Hér er ekkert mikið verið að spá í því! Sturturnar eru rafmagnstengdar en það er ekkert svona fansí pansí rafvirkjavinna sko heldur er vírunum bara splæst saman með rafmagni með einangrunar teipi, svona eins og maður notaði í túttubyssurnar í gamla daga. Svo er bara takki framan á þar sem maður stjórnar svo hitastiginu. Þessu hefur verið gefið viðeigandi nafn hér sem er ‘Suicide shower’ sem okkur finnst ansi viðeigandi.





Boston –> Costa Rica

19 08 2009

Ok Boston var fín. Allir sjúklega elskulegir. Fórum í H&M og sáum seleb, blindi gaurinn úr American Idol og jú hann var að skoða föt, blindur í H&M, það var reyndar eikker stelpa með honum. en hann fór nú frekar mikið í taugarnar í ædolinuá mér væminn og að mér fannst hann frekar hæfileikalaus… það verður nú að segjast. En þessi: Alexis Cohen var alveg með þetta en hún dó um daginn var farinn að hlakka til að sjá hana aftur í vetur rífandi kjaft R.I.P. http://www.youtube.com/watch?v=LimOXvLszwU.Any who þá fengum við skástu máltíðina í Boston á flugvellinum útúrsteraða kjúklingavængi sem voru eins og læri og smáborgara og franskar og það var barasta bragð af matnum en vatn með því kókið er ónýtt. Kaffið var líka drasl nema Mocha-Frappuchino á Starbucks…með rjóma ég, Röggi, var hýrasti íslendingurinn á svæðinu með Mocha-Frappuchino á röltinu. Flugið yfir gekk ágætlega smá ókyrrð og sonna. Stoppuðum í New Jersey til að skipta um flug en sáum þá bara í staðinn New York útum flugvélagluggann (öfund, öfund Inga Helga:) erum mætt í íbúðina sem við komum til með að vera í núna næstu mánuði. Avacado tré við hurðina! Sturtan er efni í heilt blogg segi betur frá því á morgunn!





Boston….

18 08 2009

Ferðalagið nærri hálfnað. Komum til Boston í gær og þegar við stigum útúr vélinni mætti okkur þessi líka skemmtilega molla. 35 stiga hiti og rakinn mikill, kannski ágætis undirbúningur fyrir Costa Rica en þar er sem betur fer tropical veður allan ársins hring, ca 20-28 stiga hiti en rakinn þeim mun meiri:D næsti áfangastaður var hótelið þar sem töskurnar voru skildar eftir á herberginu og við klæddum okkur úr íslenska kuldafatnaðiunum sem við vorum í og föt sem hentuðu betur þessu loftslagi. Boston er ótrúlega Evrópsk borg og að mér skilst þá er mikil saga hér (eins langt og það nær í Bandaríkjunum) en við nenntum voða lítið að skoða það. Við röltum bara stefnulaust um alla borg, tókum Subwayið eins og enginn væri morgundagurinn og keuptum nauðsynlega hluti eins og kaffi á Starbucks, ostborgara á mcdonalds og borðuðum pasta í ítalska hverfinu. Við komumst að því að maturinn í Bandaríkjunum er frekar bragðlaus og óáhugaverður og kókið er vont. En við áttum ótrúlega fínan dag og komum því aftur á hótelið ótrúlega þreytt um kvöldið þar sem king size rúm beið okkar í herbergi með loftkælingu og glugga sem ekki var opnanlegur. Vá hvað það var gaman að fá Froot Loops í morgunmat!!! Er búin að bíða eftir þessu í mörg ár og það var jafn gott og mig minnti:D en við erum farin í næsta flug…

knús frá okkur:D