Það er orðið frekar langt síðan við blogguðum þannig að nú verður bætt úr því heldur betur! Depeche Mode tónleikarnir 8. október voru alveg meiriháttar, frábærlega, geðveikislega skemmtilegir væri sko alveg til í að bæta við nokkrum lýsingarorðum í viðbót. Skipulagið var þó ekki gáfulegt hjá innfæddum t.d. var bara ein leið til og frá leikvanginum sem tónleikarnir voru haldnir á. Þannig að 25.000 manns þurftu að komast til og frá staðnum en bara hægt að nota eina akrein í hvora átt. Við vorum klukkutíma á leiðinni með leigubíl sem tæki yfirleitt svona 15 mínútur. Það voru fimm raðir til að komast inn í gegnum öryggisgæsluna, tvær voru fyrir konur, þrjár fyrir karlmenn. Það var enginn í kvenna röðinni en karlraðirnar voru allar ca 200 metra langar. Ekki mátti fara inn með: sígarettur, regnhlífar og myndavélar og svo að sjálfsögðu þetta venjulega eiturlyf, skotvopn og sprengjuvörpur. Við þurftum að henda regnhlífunum okkar en vörðurinn fann sem betur fer ekki báðar myndavélarnar okkar (myndir og vidjó teknar og birtar hér fljótlega, mwuhahaha:). Bjór og drykki var hægt að kaupa á svæðinu, en fyrst keypti maður miða í einu tjaldi og fékk síðan drykkinn afhentann í öðru. Við vorum orðin frekar pirruð áður en tónleikarnir byrjuðu en svo kom Depeche Mode og lagaði bókstaflega allt saman. Þeir tóku m.a. Enjoy the Silence, Personal Jesus, Wrong og nánast öll lögin af nýja disknum og svo fór hljóðið í Feel you, en okkur var tjáð það að það væri alvanalegt á tónleikum í Kosta Ríka að rafmagnið færi allavega einu sinni á hverjum tónleikum enda voru innfæddir svona líka pollrólegir. Síðan tók u.þ.b einn og hálfan tíma að komast heim en þetta var allt alveg fyllilega þess virði!
Færðu inn athugasemd