jú jú við erum alveg ennþá á lífi sko..

7 09 2009

vá hvað tíminn er fljótur að líða..fannst eins og ég hafi bloggað hérna í gær en það er víst aðeins lengra síðan…höfum svosum ekkert merkilegt að segja, erum bara að komast í rútínu hérna (eins langt og það nær) og brjálað að gera hjá okkur báðum í skólanum (hvað sem Krístin segir sem heldur að við séum bara á ströndinni með MArgarítu í hendi). Röggi er búinn að fara í próf og ég skilaði einni ritgerð í síðustu viku. Erum núna bæði að skrifa ritgerð og ég að auki að gera hópverkefni. Röggi skilar á morgun og ég vona að ég nái að skila öllu mínu á föstudag/laugardag þannig að við getum farið á ströndina og legið þar með margarítu/kók í hendi og bók í hinni…ahhh hið ljúfa líf…þannig ef ég þarf að fórna nokkrum klukkutímum sem ég myndi annars eyða í að sofa þá geri ég það með glöðu geði:D erum loksins búin að kaupa það sem við þurfum inn í litlu íbúðina okkar (var sagt að það fylgdi allt með en það er önnur saga) þannig að ristavélin, hnífar, dvd spilari og jógamottur allt komið á sinn stað:D ég ætla ekki einu sinni að lýsa því fyrir ykkur hvað það var gott að fá ristað brauð!!! brauðið hérna er bægast sagt vont en þegar það er búið að rista það myndi ég segja að það væri bara hið besta brauð:D fórum líka og keyptum okkur nauðsynleg föt, ég bikiní og Röggi aðeins fleiri boli þar sem hann þarf að skipta um einu sinni á dag:P mikið væri gott að fá kaldan vind í andlitið öðru hvoru. Hitinn er frekar mikill hérna, ca 30 stig, og 80%=sviti á háu stigi…svo skilst mér að það sé rigningartímabil hérna núna en það hefur ekki farið mikið fyrir því þó það hafi komið einstaka þrumuveður. Ég er ekki frá því að maður sé með pínku heimþrá annað slagið og er því ótrúlega ánægð og glöð að Röggi hafi komið hérna með mér og er mín stoð og stytta…og ég stundum fyrir hann;) annars erum við bara rosa ánægð hérna…munum vera duglegri að setja inn myndir þegar við erum búin að taka þær (eigum það til að gleyma myndavélunum)
bæ í bili


Aðgerðir

Information

One response

8 09 2009
Raquel

Gaman að heyra að það gengur allt vel hjá ykkur!

Saludos y abrazos!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s




%d bloggurum líkar þetta: