Fyrsta helgin í Ciudad Colon..

23 08 2009

vá hvað tíminn líður…erum búin að vera úti í viku á morgun og nóg að gera hjá okkur. Á föstudaginn var síðasti dagurinn í kynningarvikunni og í framhaldi af því var haldið partý upp í skóla til að bjóða alla velkomna. Það var Dj á staðnum sem spilaði aðallega latínó tónlist og ég og Röggi dönsuðum eins og við ættum lífið að leysa, ekkert smá skemmtilegt:) þar sem við erum ennþá að venjast tímamismuninum þá fórum við heim klukkan tíu um kvöldið (fjögur að nóttu á íslenskum tíma) og meikuðum ekki að fara í eftirpartý. Í gær vöknuðum við svo klukkan 8 um morgunin til að fara í lautarferð með krökkunum og fólkinu sem leigir okkur húsnæði. Konan sem við leigjum af bakhús eldaði mat fyrir okkur og tók með..vá og þvílika veislan..allskonar kjöt, tveir mismunandi pottréttir, besta chimichurri sem ég hef fengið á ævinni, tortillas, salat og örugglega eitthvað meira sem ég man ekki hvað var…ferðin var farin í garð sem skólinn minn á og þvílík fegurð..þar er skógur sem heitir The Virgin forest og dregur nafn sitt af því að þar hefur aldrei verið fellt tré heldur vaxa þau alveg frjáls. Sáum 6 tegundir af fiðrildum og nokkra ótrúlega sæta apa:) eftir frábæran morgunn í skóginum kíktum við í mollið til að kaupa föt á Rögga sem átti ekkert til að fara í greyið:) í gærkvöldi ætluðum við bara að fara á röltið en rákumst á nokkra úr skólanum og enduðum í partýi með krökkum frá Bandaríkjunum. Náðum að halda okkur vakandi fram yfir miðnætti sem telst frekar gott miðað við undanfarna daga og ekki bara það heldur náðum við líka að sofa til 9:00 sem er metið í að sofa út síðan við hófum þetta ferðalag…í dag var svo hestasýning í bænum sem var ótrúlega flott. Allir í Ciudad Colon samankomnir í bænum að horfa og ég hef aldrei á ævinni séð svona stóra hesta og þeir sem sátu þá riðu með bjór, síma og sígó í hendi og hestarnir tróðu afturendanum á sér sífellt í andlitið á manni. Vægast sagt scary:) ætlum að fara í bíó núna með nokkrum krökkum og svo heim að læra þar sem Röggi er að fara í próf á morgun og það er fyrsti skóladagurinn minn:D:D biðjum að heilsa í bili héðan frá sveitta landi:)


Aðgerðir

Information

2 responses

24 08 2009
Arna Rut

Vá þetta hljómar heldur betur skemmtilega.
Mikið gleður það mig að ykkur tókst að skemmta ykkur við latino tónlist, við Bjarki vorum farin að hafa áhyggjur af ykkur og tónlistinni þarna úti miðað við yfirlýsingarnar:)
Þið eruð greinilega í góðum höndum, frábærir grannar og skólafélagar.
Haldið áfram að skemmta ykkur þarna úti. Við erum líka vot eins og þið…því miður ekki af svita heldur rigningu:) Kossar og knús!

27 08 2009
Sólveig

Þetta hljómar dásamlega! Eruð þið viss um að þið viljið koma heim? Frábært að ná líka svona fljótt að kynnast fólki og komast inní félagslífið. Öfunda ykkur geðveikt en uni ykkur þess samt mjög að vera þarna og upplifa og njóta.
systrakoss

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
%d bloggurum líkar þetta: