Við erum með meindýraeyðir hérna af minni gerðinni, gekkó-eðlu sem étur víst öll skordýrin úr íbúðinni. Við höfum ákveðið að skíra hana góðu íslensku nafni: Sigtrygg. Náðum mynd af henni:
Einhverja pælingar hafa verið samt með kynið hvort þetta gæti verið kven-gekkó, ef þið getið greint það af myndinni þá endilega látið vita, en finnst ólíklegt að við komum til með að breyta nafninu, sendum hana kannski í aðgerð bara frekar.
hæ hæ
hvað er heimilisfangið. ég sakna ykkar rosalega mikið en sundið byrjaiði 17 águst:):)
hvað er heimilisfangið?????
Linda
Hæ sæta fólk!
Velkomin til Costa og til lukku með Sigtrygg! Ekkert smá sætur og líka notadrjúgur greinilega! En hvernig lýst ykkur annars á? Er ekkert smá spennt!
Kossar!!
Hæ elsku siss:)
Já hann Sigtryggur stendur alveg fyrir sínu….höfum allavega ekki ennþá verið bitin:) okkur lýst rosa vel á allt, vorum að koma heim úr velcome partýi og það var ótrúlega skemmtilegt. á morgun er svo sveitaferð með öllum, ss nóg að gera. Íbúðin okkar er máluð í öllum regnbogans litum og rafmagnssturtan er vægast sagt spes…verðum dugleg að setja inn blogg og segja frá lífi okkar hér og endilega reynum að spjalla á skype bráðum:)
knús og kossar frá okkur
Gott að allt geingur vel hjá ykkur vonandi verður svo áfram
Allt gott að frétta af okkur bíðum spennt eftir skypeinu.knús og kossar.
Æj hvað hún eða hann er mikið krútt mig langar í svona(: