Ferðalagið nærri hálfnað. Komum til Boston í gær og þegar við stigum útúr vélinni mætti okkur þessi líka skemmtilega molla. 35 stiga hiti og rakinn mikill, kannski ágætis undirbúningur fyrir Costa Rica en þar er sem betur fer tropical veður allan ársins hring, ca 20-28 stiga hiti en rakinn þeim mun meiri:D næsti áfangastaður var hótelið þar sem töskurnar voru skildar eftir á herberginu og við klæddum okkur úr íslenska kuldafatnaðiunum sem við vorum í og föt sem hentuðu betur þessu loftslagi. Boston er ótrúlega Evrópsk borg og að mér skilst þá er mikil saga hér (eins langt og það nær í Bandaríkjunum) en við nenntum voða lítið að skoða það. Við röltum bara stefnulaust um alla borg, tókum Subwayið eins og enginn væri morgundagurinn og keuptum nauðsynlega hluti eins og kaffi á Starbucks, ostborgara á mcdonalds og borðuðum pasta í ítalska hverfinu. Við komumst að því að maturinn í Bandaríkjunum er frekar bragðlaus og óáhugaverður og kókið er vont. En við áttum ótrúlega fínan dag og komum því aftur á hótelið ótrúlega þreytt um kvöldið þar sem king size rúm beið okkar í herbergi með loftkælingu og glugga sem ekki var opnanlegur. Vá hvað það var gaman að fá Froot Loops í morgunmat!!! Er búin að bíða eftir þessu í mörg ár og það var jafn gott og mig minnti:D en við erum farin í næsta flug…
knús frá okkur:D
Færðu inn athugasemd